Skralli

Um okkur

Samvinna - Þjónusta - Áreiðanleiki

Kynntu þér fyrirtækið okkar

Á bak við Skralla

Vilmundur Theodórsson

Framkvæmdastjóri

Vilmundur Theodórsson, framkvæmdastjóri, hafði um 10 ára skeið starfað sem yfirmaður vörustjórnunar hjá Pon Equipment, umboðsaðila CAT vinnuvéla í Noregi. Í gegnum þennan áratug mynduðust sterk tengsl Villa við ýmsa birgja og framleiðendur út um allan heim og þá einna helst á Norðurlöndunum.

Örvar byrjaði starfsævina í sveit á Kjalarnesinu og vann þar ýmis sveitastörf fram til tvítugs. Á þessum árum kláraði hann einnig sveinsprófið í bifvélavirkjun. Eftir tvítugt lá leiðin í Vélar og Þjónustu og var þar á verkstæðinu í þrjú ár. Því næst flutti hann til Akureyrar og er búsettur þar í dag. Örvar hefur verið viðloðinn landbúnaðar og verktakageirann allan sinn feril. Frá 2014 til dagsins í dag hefur hann verið sölumaður og séð um útibú Vélfangs á Akureyri. Frá 2017 hefur hann verið að flytja notaðar dráttarvélar og vinnuvélar frá Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum. 

Örvar S. Haraldsson

Sölustjóri

Vantar þig hjálp við að finna réttan búnað?

Við erum hér til þess að aðstoða þig.